Sigurbjörg

.....

18.05.2012 16:15:52 / Sigurbjörg

Halló fólk

Ég var að skoða síðuna mína og sá að það voru 11 búnir að fara á þessa síðu í dag og ég var bara ap velta því fyrir mér hvort einhver væri að skoða hana ennþá.

endilega kvittið ef þið viljið eitthvað meira á þessari síðu

» 2 hafa sagt sína skoðun

04.05.2011 08:47:03 / Sigurbjörg

Síðasta vika

:Við fórum í garðinn á föstudaginn í síðustu viku því að sú eldri vildi endilega fara í fótbolta. Allt gekk vel þangað til að við settumst á einn bekk sem var þarna, Hlutirnir okkar liggja allir á öðrum bekk og þegar tvær eldri taskonur koma þá stend ég upp til að taka dótið af bekknum svo að konurnar geti sest, Yngri stelpan stendur upp og hallar sér að bekk bakinu og bekkurinn dettur ofan á fótinn á þeirri eldri. Hún brotnaði sem betur fer ekki en fékk samt ssem áður gips til þess að vöðvinn myndi ná að jafna sig allmennilega á þessu. Læknirinn sagði að hún hefði fengið smá blæðingu inn á vöðvann og tognað ílla. Hún fékk svo hækjur og hoppaði hérna um fram á mánudag

Frúin fór í ferðalag til Tyrklands og kemur heim á Sunnudaginn til baka, Þessa vikuna er ég ein heima með stelpurnar og pabbanum en þarf alltaf að vera komin niður í síðasta lagi um korter yfir 7 til að hann geti verið mættur í vinnuna klukkan 8, en áður en hann fer þarf hann að fara út með hundinn :). Alltaf þegar frúin er heima má ekki greiða þeirri yngir á morgnana því að hún vælir bara og vælir, en þegar enginn er heima spyr hún mig hvort að ég geti ekki gert tvær fléttur í hárið á henni og tvær spennur, hún er með þetta allveg á hreynu, gula spennan má ekki fara vinstrameginn og sú rauða ekki hægra meginn haha

Síðustu helgi ættluðum við að fara á safn og skoða uppstoppuð dýr en þegar við vorum komin þangað, þá kom í ljós að það var fyrsti Mai og allt lokað. Leiðin lá þá bara í hallargarðinn og svo að bílnum og heim. 

veðrið hérna hefur verið stórkostlegt síðustu vikur en hann er að kólna núna og verður hitinn allt að 16 gráður með jarðfrosti á nóttunni, sem þýðir að ég gæti þurft að skafa af bílnum þegar ég vakna á morgnana :S en svo fer hann að hlýna og þá fer hitinn allt upp í  25 gráður sem er svosem ágætt :)

Ég setti inn nýjar myndir og er það albúm líka læst með lykilorðinu SHS. og svo eru bara tveir mánuðir í að ég komi heim . Hringdi samt á Olís í gær og spurði hvort að hún ætti ekki einhvað handa mér þegar ég kæmi heim, hún sagðist ætla að athuga það og þá er bara að vona að svo verði :)

Yfir og út
Sigurbjörg Helga

» 2 hafa sagt sína skoðun

01.04.2011 11:55:16 / Sigurbjörg

Sæl Öll

Ég hef ákveðið að takak myndirnar af Facebook og setja þær hérna inn í staðinn, þar sem það fór svo í taugarnar á konunni, hæun reifst og skammaðist yfir því að ég mætti ekki setja myndir af stelpunum inn á FB. :!:
Þannig að ég bjó til mynda albúm hérna þar sem ég ætla a'ð zsetja inn myndir en það verður þá læst með skammstöfunninni minni... SHS ( í stórum stöfum :)

í augnablikinu er ég ein heima og þau koma á morgun, þa eru þau búin að vera í burtu í eina viku.. Frábært að fá smá frí frá öllu en samt getur það verið langdregið að vera einn heima án bíls og það er ekkert grín að taka strætó 4.10 Evrur (620 KR)

Áætluð heimferð er svo 14 Júlí og vá hvað mig hlakkar til að koma heim, lofa ykkur hér með að fara alldrei svona lengi í burtu aftur :)

Kær kveðja frá Þýskalandi

Sigurbjörg sem kemur heim eftir 104 daga

PS: ég setti annan teljara hérna á síðuna sem tekur niður hvenar ég kem heim

» 1 hafa sagt sína skoðun

24.01.2011 21:08:14 / Sigurbjörg

jámm

Mér tókst þetta semsagt ekki...

hehe
En allavega þá hefur fyrsta hluta verið lokið, gerðist reyndar ekki mikið þennan part, jú stelpurnar áttu báðar afmæli. yngri stelpan í júlí og hin í október. eg skoðaði ekkert meyra þennan fyrri part dvalarinnar :(

sex mánuðir liðu og ég fór í langþráð frí heim í faðm fjölskyldu og vina, átti góða stund heima, náði að hitta alla sem ég ætlai að hitta - vildi samt að þetta hefði verið lengri tími-

Þau eru komin með nýja auper semkemur í júni en samt sem áður vilja þau endilega að ég verði í afmælinu hjá yngristelpunni þegar hún verður 3 ára  :) þannig að áætluð heimkoma er í júlí

Ég skal engin loforð setja umað blogga þvú að ég veit að þá er ég ekki að svíkja neinn en skal samt REYNA að setjaeinhvað inn þegar einhvað gerist hjá mér.

» 0 hafa sagt sína skoðun

11.06.2010 19:19:35 / Sigurbjörg

vika 1

Góðan dag

Eins og þið vitið er ég stödd í þýskalandi. Ég ákvað að fara út sem Aupair...

Fjölskyldan mín er æðisleg, Claudia (mamman) er 36 ára og kannast við að vera aupair og þekkir því allt sem ég er að ganga í gegn um hérna, Cheyenne (4.ára) er ennþá svolítið feimin en þetta er allt að koma, stundum svolítið erfitt að skilja hana þegar hún er með snuðið uppi í sér.. June (2 ára) hún er æði, reyndar eins og flest 2ja ára börn.. í dag borðuðum við úti og stóra systir hennar (22 ára) spurði hana hvað ég væri að gera og þá heyrðist í henni "kvak kvak" ég veit ekki allveg hvaðan þetta kom en ég sat bara og var að tala við systur hennar (haha) Jürgen (pabbinn) er ágætur, hann dýrkar myndbönd um ísland og þekkir einhverja íslenka handboltaspilara.. hann heldur að ég þekki þá persónulega, ísland er nú ekki svo lítið að ég þekki alla þarna..

húsið okkar er þrjár hæðir og kjallari, ég er á annari hæð í stóru herbergi með stórum gluggum, svo hef ég tvö baðherbergi ;D

vikan mín er búin að vera góð, reyndar allt of mikill hiti (29°) og fyrsti dagurinn í dag sem  var góður fyrir mig (rok og 20 stiga hiti) hehe, ég er búin að fara með Cheyenne i dans og alla morgna í leiskólann, ´June byrjar ekki fyrr en í Ágúst.
á morgun ætla ég að fara í Detmold sem er næxta bæjarfélag og kíkja í einhverja búð og sjá hvað ég finn.

Ég súðer sakna allra heima og skila kveðju til allra sem ég þekki, ef sá hinn sami er ekki að lesa þetta endilega komdu boðunum áfram

kossar og knús
Sigurbjörg

» 2 hafa sagt sína skoðun

22.04.2010 21:59:21 / Sigurbjörg

Þýskaland 2010

Sæl, þið sem kíkið enn hérna inn

Afsakið hvað þetta hefur  verið slakt hjá mér!!!

Ég hef ákveðið að fara til þýskalands í sumar og verð þar í ár en ég kem heim yfir jólin. Vegna þessa hef ég ákveðið að setja niðurtalningar box á þetta þar sem það er svo stutt þar til ég fer út ( 6. júní).

Ég hef líka ákveðið að reyna að standa mig vel í að skrifa hérna inn á meðan á þessum tíma stendur, ef það fer ekki allt inn á facebook.. :)

vona að mér gangi vel að skrifa hérna inn

ef ég sé ykkur ekkert fyrir þýskalandsför þá segi ég bara 
tschüss tschüss

Sigurbjörg

Mädchen, Koffer, Teddy

» 0 hafa sagt sína skoðun

11.10.2009 01:03:51 / Sigurbjörg

Hvernig kúkar þú?

Ég var í vinnunni og þar var komið með bréf til mín sem ég varð að lesa, á þessu bréfi voru hinar ýmsu lýsinguar kúks og hvernig hann gæti hugsanlega verið
ég var að velta því fyrir mér að setja þessar upplýsingar hérna inn

 

Þetta er ekki fyrir klígjugjarna né viðkvæma. Þó ber að hafa í huga... we have all been there, right?

 

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.  

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.

Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina)

Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

 Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...


» 0 hafa sagt sína skoðun

19.01.2009 09:43:11 / Sigurbjörg

Jólin og Jeppaferð

Jólin komu eftir stutt ár, komu án þess að ég tæki einhvað almennilega eftir þeim. Jólin voru annars bara ágæt hjá mér, var hjá mömmu á Þorláksmessu og borðaði skötuna með henni. Var hjá pabba á aðfangadag og fór svo til ömmu Siggu á jóladag eins og alltaf. Annar í jólum var ég heima hjá ömmu Helgu. ég er rosalega ánægð með allt sem ég fékk í jólagjöf.. takk fyrir mig allir. Áramótin gengu í garð og ákvað ég að skella mér austur með Fanney frænku. við vorum í mat hjá ömmu og skutum upp nokkrum flugeldum :haha: Gamlá árið kvað og nýtt ár hófst... áramótaskaupið varfremur langdregið og leiðinlegt en hægt var að njóta þess með heimagerðri nachos sósu að hætti Fanneyjar

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla.


Jeppaferðin ógurlega á langjökul hóst með því að við löggðum af stað frá select á vsturlandsvegi klukkan 9 á laugardagsmorgun. ferðinni var haldið á þingvelli til að þjappa hópnum, þaðan var haldið upp uxahrygg og þaðan upp á línuveg, farið var svo eftir hlöðuvallavegi og upp að skálunum, við þurftum að skilja tvo bíla eftir hjá Hlöðuvallaskálunum vegna þess að hann var of þungur og svo stutt í kviðinn á honum. Þarna vorum við búin að vera á ferðinni síðan klukkan 9 um morguninn, þetta var um 1 leitið um kvöldið (semsagt búin að vera að ferðast í 16 tíma). Við náðum að festa okkur 15 sinnum og af-felga einu sinni. Þegar við vorum búin að skilja bílinn okkar eftir var okkur skipt í bíla og reynt var að koma okkur niður á malbik. Ferðin gekk að öðru leyti mjög vel en eftir vera búin að vera á ferðinni í rúma 22 tíma var fólk farið að vera þreytt og pirrað. Ég var komin heim til mín klukkan 7 á sunnudagsmorgni.

Jökulfarinn kveður
                Sigurbjörg

» 1 hafa sagt sína skoðun

07.12.2008 23:55:30 / Sigurbjörg

hver er upprunalegi textinn við jólasveinar ganga um gólf??

Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé "rétt". Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust.

Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hornströndum á miðri 19. öld:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.
Skarpan hafa þeir skólann undir hendi.


Ekki er hægt annað en að verða svolítið veikur fyrir þessari gerð, einmitt vegna þess hvað rím og stuðlasetning eru óregluleg og sumt í henni torráðið. Enginn virðist hafa reynt að laga hana til. Hún birtist í dönsku tímariti árið 1851 og kom því ekki fyrir sjónir almennings á Íslandi. Rúmum hundrað árum seinna kunni þó kona frá Hornströndum f. 1902 vísuna svona:

Jólasveinar ganga um gólf
og hafa staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
en í því skreppur skjóðan undan hendi.


Þetta bendir til þess að vísan hafi geymst í áþekkri gerð á þessum slóðum.

Hálfri öld eftir að vísan var fyrst skráð, árið 1898, gaf Ólafur Davíðsson út Íslenzkar þulur og þjóðkvæði. Hjá honum er hún svona:

Jólasveinar ganga um gólf
með gyltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
og strýkir þá með vendi.

Fleiri afbrigði þessarar gerðar hafa fundist og ber þar helst á milli hvort móðirin flengir, hýðir, siðar eða strýkir syni sína. Hér mætti láta sér detta í hug að einhver hafi viljað lagfæra stuðlasetninguna og gert staf jólasveinanna gylltan hversu trúlegt sem það væri í hreysi þeirrar fjölskyldu. Reyndar er ekki hægt að útiloka að hér sé um einhverja aðra jólasveina að ræða en þá sem við erum vön að telja syni Grýlu og Leppalúða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fleiri en einn hópur jólasveina hafa verið á kreiki.

Gerð Ólafs Davíðssonar kom fyrir augu fleiri Íslendinga en sú frá Hornströndum. Hvorki sést hún þó í stafrófskverum, lestrarbókum né barnablöðum á fyrstu áratugum 20. aldar. Í barnablaðinu Æskunni á jólum 1927 birtist loks lag við vísuna eftir Sigvalda Kaldalóns, en það virðist ekki hafa náð neinum vinsældum.

Árið 1981 varpaði Helgi Hálfdanarson fram þeirri tilgátu í Morgunblaðinu að jólasveinavísan kynni upphaflega að hafa verið eitthvað á þessa leið:

Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.


Hér er bragfræðin komin í lag og heimilisbragurinn orðinn öllu sennilegri en engin forn heimild hefur fundist að þessari gerð.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er til einfalt svar við spurningunni um réttan texta. Við höfum að minnsta kosti þrjá möguleika og verðum blátt áfram að láta smekk ráða.

Flest börn á íslandi kannast samt við þessa vísu.

Jólasveinar ganga um gólf
með gyltan staf í hendi
móðir þeirra hrópar hátt
og flengir þá með vendi


Mér datt í hug að fara að afla mér upplýsinga um þetta efni, og setti það svo hérna inn..


» 1 hafa sagt sína skoðun

02.11.2008 23:36:30 / Sigurbjörg

Hvað þarf marga úr hverju stjörnumerki...

,,,Til að skipta um ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna-- þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra Meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að.....

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?


» 2 hafa sagt sína skoðun

15.09.2008 15:32:24 / Sigurbjörg

Puttakex og ballerínur

Góðan daginn..
það er orðið frekar langt síðan ég bloggaði einhvað síðast og fannst þó vera kominn tími til að fara að láta vita af sér, alla vega þegar heimsóknirnar eru farnar að fara yfir 20 stykki á dag.

Ég hef svosem ekkert að segja nema það að ég er byrjuð á fullu í skólanum og er á fullu að passa Sunnu Sól og systur hennar.. um daginn fórum við í búðina og keyptum okkur kex og kókómjólk til að hafa í kaffitímanum.. kexin sem urðu fyrir valinu þennan dag voru Puttakex og ballerínu kex. Sunna allveg dýrkar þetta ;)

Núna hinsvegar er ég í Félagsfræði 203 og það er verið að tala um Émile Durkheim og ég er ekki að skilja bobs í þessu heila klabbi.. ætla samt að hætta að blogga núna og fara að fylgjast með :$:$

Kveð að sinni.
Sigurbjörg H.

endilega skiljið eftir spor í skoðunum


» 2 hafa sagt sína skoðun

22.08.2008 18:37:02 / Sigurbjörg

Staðhæfinar

Þú veist að það er 2008 ef.....1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir  númer fimm.10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.11. Svo hlærðu af heimsku þinni.12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... 

Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

» 0 hafa sagt sína skoðun

07.08.2008 08:45:37 / Sigurbjörg

Svíþjóð

Sæl verið þið...
Seint blogga sumir en blogga þó hehe

Ferðin til Svíþjóðar var frábær fyrir utan hitann... (40°c allan tímann), við flugum út um 7 leitið þann 26 júlí. og ferðin gekk ágætlega í flugi. þegar  komið var út vorum við á lestarstöðinni og fórum í búðir. Við fundum engann svefnstað fyrstu nóttina okkar úti þannig að við vöktum og sátum hjá 7/11 (seven,eleven) sem er búð í stokkhólmi, þar sem lestarstöðin var lokuð milli 24 og 04.

Daginn eftir fóum við á Arlanda airport og biðum eftir hópi af krökkum sem voru að fara með okkur í þetta ferðalag, svo hófst ferðalagið.... Við fórum í rútu til Karlstad sem tók sirka klukkustund og sóttum fólk, löggðum svo af stað í 5 tíma ferðalag til Ransburg þar sem við tjölduðum og vorum í eina viku.

Þessa viku var margt gert, farið var á ráðstefnu sem stóð yfir í 3 daga, synt í vatninu, farið í "kaldar" útisturtur og svo margt fleira.. ég hitti fullt af fólki frá hinum ýmsu lönudum og er á leiðinni til Osló í október:d og Albaníu á næsta ári...

Farið var svo heim á sunnudeginum 3. ágúst klukkan 14:10 og lent hérna heima klukkan 14:50, samt rúma tvo tíma í loftinu

jæja hef ekki meira að segja um þessa ferð í bili, en reyni að hafa samband við ykkur eins fljótt og ég get ;)

kveð að sinni.
  Sigurbjörg sólbrenda ;)

E.s. hvernig veit maður að það sé vetur á Íslandi?
- það rignir mikið meira en á sumrin hehehe (þessi var sagður við mig úti og ég fattaði hann ekki) :haha:


» 6 hafa sagt sína skoðun

19.06.2008 03:12:30 / Sigurbjörg

Girls just wanna have fun!!...

.... er nafnið á fyrsta bjórnum sem ég kaupi mér... ég drekk samt ekki, en vildi bara nota tækifærið og fara í ríkið þar sem ég var að detta á í tvítugt (20)
Ég kíkti í kaffi til mömmu þennan dag og fékk pakka frá famelýjunni sem innihélt hvorki meira né minna en eina Ristavél. Takk kærlega fyrir hana mamma, hún kemur að góðum notum.

bjórinn minn er bara hérna uppi á kommóðu með bleikum borða hann heitir Lambrini Cherry og er í svo flottum umbúðum, það er ástæðan fyrir því að ég keyti hann :haha:

jæja ætla að fara að sofa og ljúka þessum 20 afmælisdegi mínum
takk kærlega fyrir síðastliðin 20 ár. :):)


Sigurbjörg Helga
"ég get Allt - Ég varð 20 í dag"

endilega kvittið fyrir komuna.


» 4 hafa sagt sína skoðun

15.05.2008 16:53:10 / Sigurbjörg

vantar fyrirsögn :)

Þá er skólinn loksins að verða búinn. á bara eftir að fá einkunnirnar mínar sem ég býst við að verði allveg ágætar..

Ég er komin á bílinn minn sem betur fer, var orðin svolítið pirruð á því að vera ekki komin á hann. Ég byrja svo að vinna aftur á mánudaginn í fullri vinnu aftur ;) hlakka bara til þess... enda ekki annað hægt.

síðan síðast, hef ég farið eina skreppiferð austur á Hvolsvöll, var þar í smá stoppi og fór svo heim..., ég fór svo vestur á Hellissand var þar í einn dag og fór svo heim um 5 leitið..

ég veit í rauninni ekket hvað ég á að setja hérna inn en læt þetta gott heita þar til næst 

Adios 
SIgurbjörg 

» 1 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 4
Heimsóknir
Í dag:  7  Alls: 45789
Talning
Niðurtalningu lokið!
Fyrir 522 dögum
??